Um Sigrúnu

Sigrún PálsdóttirSigrún Pálsdóttir lauk doktorprófi í hugmyndasögu frá University of Oxford árið 2001 og stundaði í kjölfarið rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands. Frá árinu 2007 hefur hún verið sjálfstætt starfandi rithöfundur, ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, frá 2008 til 2016. Meðal fyrri verka Sigrúnar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. Fyrsta skáldsaga hennar, Kompa, kom út árið 2016.

Bækur Sigrúnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðkenningar Hagþenkis. Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga var valin besta íslenska ævisagan 2013 af bóksölum.